27.02.1986
Sameinað þing: 53. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2798 í B-deild Alþingistíðinda. (2394)

278. mál, endurskoðun á lögum um smitsjúkdóma

Flm. (Guðrún Agnarsdóttir):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. heilbrmrh. orð hennar. Ég vissi ekki að þegar hefðu verið gerðar ráðstafanir til að endurskoða og samræma þessi lög þó að ég vissi að fullur hugur væri á því. Ég fagna því að svo sé. Hvað varðar lögfræðileg atriði og réttindastöðu þeirra sem annaðhvort eru smitaðir eða eru í hættu á því að smitast, þá hefur hún kannske breyst mun minna í raun en þekking manna á smitsjúkdómunum sjálfum þannig að ég sé ekki að það ætti að tefja málið mikið. g er alveg sammála hæstv. ráðh. að það þarf að vanda til starfsins og taka tillit til sambærilegrar löggjafar í nágrannalöndum okkar. Mér finnast það mjög eðlileg vinnubrögð. Þó að það yrði ekki í upphafi næsta þings sem slíkt frv. yrði lagt fram væri e.t.v. hægt að leggja það fram á næsta þingi og mundi ég vilja hvetja til þess að það yrði gert.

Eitt atriði í viðbót, herra forseti. Það færi kannske betur á því að þessu máli væri vísað til hv. allshn. þar sem um er að ræða samræmingu á lögum. Ég tiltók félmn. áðan.