05.03.1986
Efri deild: 56. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2981 í B-deild Alþingistíðinda. (2493)

199. mál, alþjóðareglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó

Frsm. (Jón Kristjánsson):

Virðulegi forseti. Eins og fram kom við 2. umræðu þessa máls óskaði utanrrn. eftir að koma inn leiðréttingum á fskj. frv. Þessar leiðréttingar eru orðalagsbreytingar til þess að textinn samrýmist betur frumtextum reglnanna. Við komum saman í allshn. og fjölluðum um þessar tillögur og urðum sammála um að taka þær til greina. Þær liggja fyrir á þskj. 550 í formi brtt. Ég vil undirstrika að hér er aðeins um leiðréttingar á fskj. frv. að ræða en frv. er sjálft óbreytt og leggjum við til að það verði samþykkt með þessum breytingum á fskj. sem hér liggja fyrir.