10.03.1986
Neðri deild: 61. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3029 í B-deild Alþingistíðinda. (2578)

321. mál, tollskrá

Frsm. (Friðrik Sophusson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. hv. fjh.- og viðskn. sem er á þskj. 603. Nefndin hefur haldið einn stuttan fund um málið og hefur þar rætt um frv. Hún leggur til að það verði samþykkt eins og það kom frá Ed. Undir þetta rita, auk mín, Halldór Blöndal, Ólafur G. Einarsson, Sverrir Sveinsson, Svavar Gestsson og Bjarni Guðnason, en þeir Svavar Gestsson og Bjarni Guðnason með fyrirvara. Hv. þm. Guðmundur Einarsson var fjarstaddur afgreiðslu málsins, en fundinn sótti auk nefndarmanna hv. þm. Guðrún Agnarsdóttir.