11.03.1986
Sameinað þing: 57. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3040 í B-deild Alþingistíðinda. (2599)

223. mál, staða lektors í íslenskum bókmenntum

Fyrirspyrjandi (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir):

Herra forseti. Ég vil aðeins benda á, sem væntanlega hefur ekki farið fram hjá neinum hv. þm., að ráðherra ætlar sjálfum sér að leggja mat á hæfni umsækjenda um stöðu lektors í íslenskum bókmenntum sbr. orð hans um hvað honum þætti um framlag Helgu Kress varðandi Fóstbræðrasögu.

Hitt finnst mér kannske öllu merkilegra, þar sem hv. þm. þekkja nú hæstv. menntmrh., að hann skuli ekkert mark, að því er heyrt verður, taka á úrskurði Jafnréttisráðs.