11.03.1986
Sameinað þing: 57. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3049 í B-deild Alþingistíðinda. (2612)

308. mál, ráðgjafarþjónusta Húsnæðisstofnunar ríkisins

Iðnrh. (Albert Guðmundsson):

Hæstv. forseti. Þetta er kannske með stærstu vandamálum þjóðarinnar. Ég vil segja í fáum orðum að þetta misgengi á verðlagningu peninga milli verðtryggingar og verðgildis orkunnar sem býr í lántakandanum sjálfum verður ekki leiðrétt nema orkan, sem ég minntist á, í lántakandanum verði virt til jafns við verðlagningu peninganna sem fólkið fær að láni. Lán sem tekið var 1980 að upphæð 150 þús. kr. og aldrei hefur fallið í vanskil stóð á gjalddaga 1985 í tæpum 500 þús. kr. Hér kemur ráðgjafarþjónusta ekki til bjargar þótt hún finni kannske leið til frestunar á gjaldþroti. Eins og er vinnur fólk ekki fyrir eðlilegri lánsfjárþörf. Hér er verk að vinna. Lausnin er til.

Spurningin er: Hvenær viðurkennum við hana og hvenær verður sú rétta leið valin?