11.03.1986
Sameinað þing: 57. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3053 í B-deild Alþingistíðinda. (2618)

310. mál, störf milliþinganefndar um húsnæðismál

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Ég vil taka undir það, sem hér hefur komið fram, að með öllu er óeðlilegt að milliþinganefnd um húsnæðismál skuli hafa verið lögð í salt, ef svo má að orði komast, á undanförnum vikum og mánuðum og ég mótmæli því að störf þeirrar nefndar verði með sama hætti áfram samkvæmt því sem hæstv. ráðh. lét hér koma fram. Ég held að eitt af því sem þessi nefnd þurfi að taka á nú, jafnframt því sem úttært er það samkomulag sem gert hefur verið milli aðila vinnumarkaðarins, sé að fara yfir það hvernig þær aðgerðir í húsnæðismálum sem fyrirhugaðar eru koma við einstök svæði á landinu. Ég held að þar sé stórt mál á að taka og verðugt m.a. að milliþinganefnd flokkanna fjalli um þau efni.