11.03.1986
Sameinað þing: 58. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3075 í B-deild Alþingistíðinda. (2649)

315. mál, fjárstuðningur við Handknattleikssamband Íslands

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Vissulega er það rétt hjá forseta að aukafjárveitingar koma til staðfestingar þingsins í fjáraukalögum og vissulega er það líka rétt um flestar þáltill. sem hér eru samþykktar að það má leiða að því rök að þær leiði til einhvers kostnaðar með einhverjum hætti. Hvort sem í þeim felst að láta fara fram könnun, athugun eða eitthvað því um líkt má með rökum segja að þær 1eiði til kostnaðar. Hins vegar er það skoðun mín og sannfæring að þegar um er að ræða tillögur þar sem í tillgr. er gert ráð fyrir beinum fjárútlátum og nefndar upphæðir í því sambandi, þar sem till. fjallar beinlínis um fjárveitingu úr ríkissjóði, eigi að vísa slíkum tillögum til fjvn.