17.03.1986
Neðri deild: 64. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3138 í B-deild Alþingistíðinda. (2708)

54. mál, sveitarstjórnarlög

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Með þessari till. er gert ráð fyrir því að tengja saman fjölda fulltrúa á þingi og fjölda fulltrúa í sveitarstjórn á viðkomandi stöðum. Nú hagar þannig til sums staðar í sveitarfélögum að þar búa engir þingmenn. Ef þessi regla ætti að gilda fyrir slíkar sveitarstjórnir úti á landi held ég að það væri erfitt að koma sveitarstjórninni saman. M.a. þess vegna segi ég nei.