17.03.1986
Neðri deild: 64. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3139 í B-deild Alþingistíðinda. (2711)

337. mál, útflutningur hrossa

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir frv. á þskj. 620 um breytingu á lögum nr. 64 frá 1958, um útflutning hrossa, sbr. lög nr. 67 frá 1969. Landbn. hefur orðið við óskum hagsmunafélags hrossa

bænda um að flytja þetta frv. Upphaf 2. gr. er þannig nú:

„Útflutningshross skulu eigi vera eldri en tíu vetra og heilbrigð að mati dýralæknis.“

Breytingin er engin önnur en sú að þetta aldursmark er fellt út úr lögunum.

Þetta frv. er flutt af nefnd og ég sé ekki ástæðu til þess að frv. sé vísað aftur til nefndar þannig að að lokinni þessari umræðu yrði frv. vísað til 2. umr.