17.03.1986
Sameinað þing: 61. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3147 í B-deild Alþingistíðinda. (2727)

270. mál, friðarár Sameinuðu þjóðanna 1986

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Nýlega komu börn mín ung úr menntaskóla hér í bæ með bækling sem NATO á Íslandi gefur út og dreift hefur verið í skólum, a.m.k. í Menntaskólanum í Reykjavík. Ég vildi leyfa mér af þessu gefna tilefni að beina þeirri fsp. til hæstv. forsrh. hvort inntökubeiðni í Varðberg, félag um vestræna samvinnu, og áróðursplaggi fyrir þátttöku í hernaðarbandalagi er dreift með vilja ríkisstj. í menntaskóla landsins og hvort það er með vitund hæstv. forsrh. á friðarári. Og jafnframt gæti hæstv. menntmrh. gefið upplýsingar um hvort hans leyfis hefur verið leitað.