17.03.1986
Sameinað þing: 61. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3160 í B-deild Alþingistíðinda. (2746)

298. mál, erlend leiguskip

Fyrirspyrjandi (Eiður Guðnason):

Herra forseti. Ég man ekki betur en að Samband íslenskra kaupskipaútgerða hafi lýst sig fylgjandi þeirri stefnu ríkisstj. að leiguskip yrðu mönnuð íslenskum áhöfnum og ég vildi beina því til hæstv. ráðh.: Hefur verið gengið eftir því við skipafélögin að þessari samþykkt yrði fylgt eftir eða eru einhverjir sérstakir annmarkar á því að leigja skip erlendis frá án áhafnar? Mér hefur sýnst að hjá verslunarflotanum í nágrannalöndum okkar væri verkefnaskortur og ætti að vera tiltölulega auðvelt að leigja skip án áhafna. Ég skal ekki fullyrða um það hvort upplýsingar mínar eða hæstv. ráðh. um skipafjöldann eru réttari. Ég gat aðeins þess að ég hefði aðrar upplýsingar.