20.03.1986
Sameinað þing: 63. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3248 í B-deild Alþingistíðinda. (2837)

Deila rafeindavirkja og ríkisins

Helgi Seljan:

Herra forseti. Ég vefengdi ekki úrskurð félagsdóms. Ég vil að það komi alveg skýrt fram. Hins vegar sagði ég að þrátt fyrir úrskurð félagsdóms og hvað sem liði réttmæti aðgerða og skoðunum á því bæri brýna nauðsyn til þess að hæstv. fjmrh. hefði frumkvæði um lausn þessa máls svo alvarlegt sem það væri. Og ég sný ekki til baka með að skylda hans og ríkisstj. sem stjórnvalds til að finna lausn á þessu máli, svo viðkvæmt sem það er, svo alvarlegt sem það getur orðið í afleiðingum öllum, er hafin yfir allan efa í mínum huga.