31.10.1985
Sameinað þing: 10. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 341 í B-deild Alþingistíðinda. (287)

10. mál, nefnd til að kanna rekstur Innkaupastofnunar ríkisins

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Ég vil varpa fram hér lítilli fsp. vegna þeirrar umræðu sem hér hefur farið fram. Hafi ég ekki tekið því verr eftir hefur margverið sagt hér að maður hafi dregið sér fé. Ég vil spyrja hæstv. forseta: Er viðeigandi að í þingsölum sé því haldið fram að maður hafi dregið sér fé meðan hann ekki hefur verið dæmdur fyrir þá sök? (Gripið fram í: Hann hefur játað sjálfur.) Ég held, hv. þm., að það skipti ekki öllu máli. Hafi ég lært mína lexíu rétt held ég að óumdeilanlegt sé að maður sé saklaus þar til sekt hans er sönnuð. Ég vil spyrja herra forseta, því að ég tel að það sé mikilsvert fyrir frekari umræður að þetta sé ljóst hér í þingsölum, hvort þessi þáttur umræðunnar sé viðeigandi.