24.03.1986
Neðri deild: 66. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3274 í B-deild Alþingistíðinda. (2870)

365. mál, lausaskuldir bænda

Landbrh. (Jón Helgason):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breytingu á lögum um lausaskuldir bænda. Það er í tengslum við fyrra málið sem ég mælti fyrir og fjallar um að veðdeild Búnaðarbanka Íslands sé heimilt að framselja og afhenda Stofnlánadeild landbúnaðarins allar eignir sínar og skuldir og öll réttindi sín og skyldur skv. þessum lögum vegna breytinga á lausaskuldum bænda í föst lán. Það er sem sagt nauðsynleg breyting á þessum lögum einnig til þess að ná því markmiði sem ég ræddi um að áformað væri að ná með þeirri breytingu sem felst í frv. um breytingu á lögum um Stofnlánadeild landbúnaðarins.

Ég legg til að að lokinni þessari umræðu verði frv. vísað til 2. umr. og hv. landbn.