24.03.1986
Neðri deild: 68. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3284 í B-deild Alþingistíðinda. (2884)

372. mál, vinnudeila Mjólkurfræðingafélags Íslands

Guðmundur Einarsson:

Herra forseti. Ég er andvígur því að þessi umræða fari fram. Ef menn úti í bæ, hvort sem það eru mjólkurfræðingar, flugfreyjur eða aðrir, sem hafa rétt til að leysa sín mál, hafa ekki manndóm til þess eiga þeir að súpa Mangósopann sinn af því sjálfir en ekki að kalla löggjafarsamkundu þjóðarinnar til þess. Ég segi nei.