24.03.1986
Neðri deild: 68. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3285 í B-deild Alþingistíðinda. (2885)

372. mál, vinnudeila Mjólkurfræðingafélags Íslands

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Frammistaða stjórnarliðsins í þessari atkvæðagreiðslu og þessum fundi hér í kvöld sýnir með hvaða hætti er unnið á stjórnarheimilinu um þessar mundir, sýnir alvöruleysi í raun á bak við þetta mál, þar sem menn taka veislur með Carrington fram yfir meðferð málsins á hv. Alþingi. Ég tel að allur málatilbúnaður ríkisstj. í þessu máli sé til skammar og ég tel eðlilegast að hún beri sinn kross ein í þessu efni. Ég greiði ekki atkvæði.