25.03.1986
Efri deild: 66. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3310 í B-deild Alþingistíðinda. (2910)

372. mál, vinnudeila Mjólkurfræðingafélags Íslands

Frsm. 1. minni hl. (Eiður Guðnason):

Virðulegi forseti. Ég sé ekki ástæðu til að hafa um þetta mörg orð. Ég vísa til nál. sem ég hef lagt fram á þskj. 683. Þar kemur fram sú afstaða sem ég gerði grein fyrir við 1. umr. málsins fyrr í kvöld, þ.e. að allt bendir til að ekki hafi verið fullreynt um samkomulag og að það sé réttast úr því sem komið er, úr því að ríkisstj. ákvað að fara þessa leið og hleypa deilunni í enn harðari hnút en ástæða var til að okkar mati, að ríkisstj. beri ein ábyrgð á þessari lagasetningu. Ég mun því ekki greiða atkvæði þegar frv. kemur til atkvæða hér á eftir.