01.04.1986
Sameinað þing: 66. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3347 í B-deild Alþingistíðinda. (2970)

305. mál, sendifulltrúi Íslands á Grænlandi

Páll Pétursson:

Herra forseti. Ég get tekið undir með síðasta ræðumanni að hér er um hluta af miklu stærra máli að ræða sem verið er að vinna að. En ég vil ekki láta hjá líða að koma hér upp og hvetja utanrrh. til að hraða þessum þætti málsins, þ.e. skipun kjörræðismanns í Grænlandi, og vitna til kjörræðismanns okkar t.d. á Álandseyjum, en þar eigum við ágætan kjörræðismann sem ég held að hafi unnið mjög gott starf. Ég held að einmitt þessir ræðismenn geti verið okkur mjög gagnlegir.