01.04.1986
Sameinað þing: 66. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3347 í B-deild Alþingistíðinda. (2971)

305. mál, sendifulltrúi Íslands á Grænlandi

Utanrrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð út af því sem tveir síðustu ræðumenn sögðu. Það er einmitt sú nefnd sem skipuð var á s.l. ári undir forustu Péturs Thorsteinsson sendiherra sem fjallar um þessi mál í samhengi við annað það sem hér er um að ræða. Rétt er það að hér er um stærra mál að ræða en skipan í eina sendimannsstöðu. Ég tel það hins vegar mjög eðlilegt og rétt og til þess að auka á þessi okkar samskipti, sem við viljum hafa, að þannig sé að þessu máli staðið eins og ég gat um í upphafi.