01.04.1986
Sameinað þing: 66. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3362 í B-deild Alþingistíðinda. (2999)

351. mál, geðheilbrigðismál

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það skal vakin athygli á því að þegar hv. þm. er gefið leyfi til að gera örstuttar athugasemdir er það gert til þess að viðkomandi þm. geti gefið skýringu, leiðrétt misskilning, borið af sér sakir. Það samrýmist ekki þessu að hv. þm., hver sem það er, sem hefur fengið leyfi til þess að gera örstutta athugasemd, taki upp nýja fsp. og beini til ráðherra sem ekki hefur heimild til þess að taka aftur til máls.

Það skal aðeins vakin athygli á þessu. Þetta á ekkert sérstaklega við hv. 3. landsk. þm. En þetta er sagt að gefnu tilefni til þess að við getum haldið við þau þingsköp sem við viljum fylgja.