07.04.1986
Efri deild: 70. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3479 í B-deild Alþingistíðinda. (3124)

367. mál, frídagur sjómanna

Flm. (Eiður Guðnason):

Virðulegi forseti. Varðandi þá ábendingu, sem fram kom hjá hv. 4. þm. Vesturl., þá er hún auðvitað rétt. Það ber að taka tillit til þess að þannig getur æxlast að fyrsti sunnudagur í júní sé hvítasunnudagur. Mér er ekki alveg ljóst hvort ábending hv. 3. þm. Suðurl. um kosningadag hefur nokkuð að segja í þessu sambandi. Ég held að það sé kannske minna. En allt kemur þetta til athugunar í nefnd.

En ég vildi aðeins þakka þeim hv. þm., sem hér hafa talað, góðar undirtektir. Mér sýnist að þær undirtektir sem málið fær við 1. umr. ættu að tryggja framgang þess með nokkuð fljótum og öruggum hætti í gegnum þessa hv. deild þegar sú nefnd, sem málið fær til skoðunar, hefur lokið sínum störfum.