07.04.1986
Neðri deild: 72. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3479 í B-deild Alþingistíðinda. (3126)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Ingvar Gíslason):

Forseta Nd. hefur borist bréf frá Guðmundi Einarssyni, 4. landsk. þm., þar sem segir að hann sé á förum til útlanda í opinberum erindum og geti ekki sótt þingfundi á næstunni. Hann fer fram á að 1. varamaður landskjörinna þingmanna Bandalags jafnaðarmanna, Kristófer Már Kristinsson, taki sæti á Alþingi í fjarveru sinni.

Kristófer Már hefur setið á þessu þingi áður. Hann er kominn hingað til þingfundar. Það þarf ekki að kanna kjörbréf hans. Ég býð Kristófer Má velkominn til þingstarfa.