08.04.1986
Sameinað þing: 70. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3526 í B-deild Alþingistíðinda. (3175)

Um þingsköp

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Hv. 3. þm. Reykv. taldi að forseti hefði ekki rætt um þingsköp í máli sínu hér áður heldur rætt efnislega um það mál sem er tilefni þessarar umræðu um þingsköp. Forseti sér ekki ástæðu til þess að svara þessu. Forseti leggur það í dóm hv. þm. hvort þetta er rétt.

Forseti telur ástæðu að vekja athygli á því eftir ræðu hv. 3. þm. Reykv. að þegar óskað er umræðu um þingsköp er ættast til þess að talað sé um þingsköp en ekki um efnishlið mála. Og þeir sem láta sig varða miklu góða og rétta framkvæmd þingskapa, og það er vel, þurfa sjálfir líka að hafa í huga að gæta þingskapa að þessu leyti.