09.04.1986
Sameinað þing: 71. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3538 í B-deild Alþingistíðinda. (3196)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur yfirfarið kjörbréf Geirs H. Haarde, sem er 4. varamaður Sjálfstfl. í Reykjavíkurkjördæmi. Þess hefur verið óskað að hann taki sæti á Alþingi í forföllum hv. 12. þm. Reykv. Péturs Sigurðssonar. Fyrir liggur að 1. varamaður Sjálfstfl. í Reykjavík getur ekki tekið sæti sitt á Alþingi og 2. og 3. varamaður flokksins sitja á Alþingi.

Kjörbréfanefnd hefur yfirfarið kjörbréfið og alls ekkert athugavert fundið og leggur til að það verði samþykkt.