09.04.1986
Efri deild: 71. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3541 í B-deild Alþingistíðinda. (3205)

265. mál, verslun ríkisins með áfengi

Ragnar Arnalds:

Virðulegi forseti. Það mun rétt vera að ég hafi ekki verið nærstaddur þegar mál þetta var afgreitt úr nefnd.

Ég viðurkenni fúslega að mál þetta hefur ekki legið mjög þungt á mínu sinni. Ég sé ekki að það sé örlagaríkt í eðli sínu. En eins og hér kom fram felur þetta í sér dálítið tekjutap fyrir ríkissjóð.

Þegar mál þetta var til umræðu í nefndinni í fyrra óskaði ég eftir að kannaðar yrðu leiðir til að tryggja að ekki yrði um tekjutap að ræða. Ég held að engin ástæða sé til að ríkissjóður taki á sig tekjutap vegna þessa. En það hefur ekki orðið úr því að sú hlið málsins yrði neitt frekar athuguð.

Að svo komnu máli og miðað við að ekki virðist mikið vinnast við samþykkt þessa máls treysti ég mér ekki til að greiða því atkvæði.