09.04.1986
Efri deild: 71. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3555 í B-deild Alþingistíðinda. (3221)

364. mál, Stofnlánadeild landbúnaðarins

Landbrh. (Jón Helgason):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breyt. á lögum um Stofnlánadeild landbúnaðarins. Á undanförnum árum hefur lausaskuldum bænda nokkrum sinnum verið breytt í föst lán. Þetta hefur verið gert með lánum frá veðdeild Búnaðarbanka Íslands en þar er svigrúm til þess að breyta lánakjörum mjög takmarkað eða ekkert, hvorki vöxtum né lánstíma.

Það hefur farið fram athugun á því hvernig væri hægt að bæta stöðu þeirra bænda sem í erfiðleikum eru vegna skulda og eitt þeirra atriða sem þá hefur verið gerð tillaga um er að færa þessar skuldir veðdeildar yfir í Stofnlánadeild þar sem hægt væri að gera breytingu bæði á lánstíma og öðrum lánskjörum.

Við afkomu eru til skamms tíma, líklega flest frá 8 til 12 ára, og þau eru bundin við dollaragengi eða Stjórn Stofnlánadeildarinnar hefur samþykkt þetta og í samræmi við það er þetta frv. flutt.

Ég legg til að að lokinni þessari umræðu verði því vísað til 2. umr. og hv. landbn.