09.04.1986
Efri deild: 71. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3556 í B-deild Alþingistíðinda. (3223)

364. mál, Stofnlánadeild landbúnaðarins

Helgi Seljan:

Virðulegi forseti. Hv. 11. landsk. þm. kom kannske inn á meginatriði skuldbindingar. Þessi lán forgöngu hans um að koma þessum málum til betra horfs. Ég held að það sé alveg ljóst að það hefði þurft að gerast meiri háttar kraftaverk í sambandi kjör eins og dollarinn er skráður á hverjum og einum tíma.

Ég fagna því að hér skuli verða gerðar breytingar á. Ég tel líka eðlilegt að allmikið fé, væntanlega nokkuð eftir því til hve langs tíma og með hvaða kjörum ný skuldabréf verða gefin út.þess máls sem ég hefði viljað gera að mínu og ég sé af því og heyri að hann vill skoða Stofnlánadeildin taki að sér þær skuldbindingar sem því fylgja að slíkar skuldbreytingar séu gerðar mögulegar. Það kostar að sjálfsögðu þetta mál í nefnd hvað þetta meginatriði snertir sem hann kom þarna inn á, hvað hér er um stórt dæmi að ræða og hvernig á að leysa það.

Ekki ætla ég að fara að ræða lausaskuldamál bænda almennt eða stöðu bændastéttarinnar í dag sem vissulega væri einnig fullt og nægilegt umræðuefni. Þar eru mörg áhyggjuefnin sem bíða úrlausnar og verður að taka á með einhverjum þeim hætti sem tryggir eðlilega byggð í landinu og lífvænlega aðstöðu og kjör þess fólks sem við þennan grundvallaratvinnuveg fæst.

Hér er raunar um einfaldan þátt þessara mála að ræða en engu að síður viðamikinn og viðkvæman um þennan flutning á milli veðdeildar Búnaðarbankans og yfir í Stofnlánadeild landbúnaðarins. Það er auðvitað vitað að veðdeild Búnaðarbankans er einskis megnug í þessum efnum, eins og hv. 11. landsk. þm. kom inn á, og hefur ekki verið, þó að fjármagni til útlána hafi verið vísað þar inn, enda hefur deildin verið lengi, eins og hv. þingdeildarmenn kannske þekkja, með neikvæðan höfuðstól og einskis megnug til að gera nokkuð í þessu efni.

Hins vegar segi ég um svigrúm Stofnlánadeildar í þessu efni að vitanlega setur maður nokkurt spurningarmerki við það á hvern hátt Stofnlánadeildin getur staðið að þessu máli á þann hátt sem nægi bændum. Þegar lausaskuldamálin voru síðast til umræðu í þessari hv. deild og úrlausn þeirra þá benti ég á það margsinnis að þessi úrlausn mundi aðeins verða til skamms tíma, væri ekki fullnægjandi, og það var vitað, þó að samþykkt væri að þessi úrlausn yrði gerð, að menn gerðu sér þetta almennt ljóst. Sú hefur líka orðið raunin á og vanskil á þessum lánum jafnvel þegar farin að hrannast upp, lánum sem þó áttu til skamms tíma að bjarga þeim bændum sem verst voru settir.

Auðvitað er það rétt að Stofnlánadeildin hefur nokkra fasta og góða tekjustofna og skal ekkert úr því dregið. En ég vil enn einu sinni benda á að þrátt fyrir samdrátt í hefðbundnum búgreinum, eins og þarna er vísað til að muni verða enn frekari en nú er, er þó öruggt að áfram hlýtur að verða að standa að eðlilegri endurnýjun í þessum hefðbundnu búgreinum og Stofnlánadeildin er ekkert laus við þær og hefur í raun og veru orðið að draga ýmsar framkvæmdir þar þannig á langinn og menn ekki fengið að framkvæma þar ýmislegt af því sem þeir hafa viljað gera, að þar er ekkert um að ræða að Stofnlánadeildin geti vísað neinu frá sér í þeim efnum, síður en svo. Þar verður ekki undan vikist að taka á ákveðinni nauðsynlegri endurnýjun og endurbótum hjá bændum.

Nýbúgreinarnar heimta stöðugt stærri hlut, eðlilega, og sjálfsagt að það sé, enda er um stórhækkun að ræða á lánveitingum Stofnlánadeildar varðandi loðdýrarækt. Síðan hefur nýjum verkefnum verið vísað þarna inn. Lífeyrissjóðurinn er þarna að vissu leyti enn þá að nokkru leyti og nú forfalla- og afleysingaþjónustan, þó að því hafi verið lýst yfir í hv. deild ekki alls fyrir löngu að það mundi bara vera miðað við þetta eina ár, hygg ég að það kunni að verða svo um ófyrirsjáanlega framtíð.

Ég bendi því á að það þarf ábyggilega að athuga þessi mál vel í nefnd og kanna hve miklum upphæðum ætlunin er að skuldbreyta og til hversu langs tíma og með hvaða kjörum, ekki bara að færa þau alfarið yfir á Stofnlánadeildina heldur að upplýsa um leið hvernig Stofnlánadeildin á að taka á þessum málum svo að ekki verði bara lengt í hengingaról bændanna heldur verði skuldbreytingin til þess að þeir komist sæmilega út úr sínum erfiðleikum því ég held að það hljóti að vera meiningin á bak við þetta, en það þarf þá að kanna og menn þurfa að vera nokkuð öruggir um að það sé gert með þessari breytingu.