09.04.1986
Efri deild: 71. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3567 í B-deild Alþingistíðinda. (3237)

236. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. (Jón Kristjánsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir áliti allshn. um frv. til l. um veitingu ríkisborgararéttar. Nefndin hefur rætt frv. og kannað umsóknir þeirra aðila sem lagt er til að fái ríkisborgararétt samkvæmt því. Nefndin hefur farið yfir þær umsóknir allar og kannað hvort þeir aðilar uppfylla þau skilyrði sem sett eru.

Einnig hafa allmargar umsóknir borist eftir að frv. var lagt fram hér í hv. Alþingi og nefndin hefur yfirfarið þær umsóknir líka og tekið inn þá aðila sem uppfylltu skilyrði fyrir veitingu ríkisborgararéttar að mati nefndarinnar.

Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt með þeim brtt. sem fluttar er á þskj. 744.