10.04.1986
Sameinað þing: 72. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3619 í B-deild Alþingistíðinda. (3299)

410. mál, kaupleiguíbúðir

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég vakti athygli á því að till. hv. 2. landsk. þm. hefur í för með sér verulegar greiðslur úr ríkissjóði fram yfir það sem talað hefur verið um í tengslum við samkomulagið hjá aðilum vinnumarkaðarins og staðfesti þm. það í sinni ræðu hér áðan.

Ég vil einnig leggja áherslu á það, herra forseti, að eins og þetta mál hefur verið lagt fyrir í samstarfsnefnd milliþinganefndar um húsnæðismál og nefndar aðila vinnumarkaðarins og ríkisstj. um aðgerðir í húsnæðismálum hafa fulltrúar Alþýðusambandsins lagt áherslu á að fyrirgreiðsla Byggingarsjóðsins sé í beinum tengslum við iðgjöld viðkomandi í lífeyrissjóðunum. Þeir vilja tengja skuldabréfakaupin rétti launþega í lífeyrissjóðunum. Þetta er kjarni málsins og ég held að það þurfi ekki að hafa um þetta fleiri orð. Á hinn bóginn á Alþfl. fulltrúa í milliþinganefndinni og getur þar komið sínum sjónarmiðum á framfæri. En það sem ég hef verið að lýsa hér eru þær umræður og þær skoðanir sem fram hafa komið í milliþinganefndinni.