05.11.1985
Sameinað þing: 11. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 401 í B-deild Alþingistíðinda. (333)

35. mál, kjötinnflutningur varnarliðsins

Fyrirspyrjandi (Kjartan Jóhannsson):

Herra forseti. Þetta mál er ekki spurning um túlkun á lögum heldur um það hvort ríkisstj. hafi stefnu. Það dugar að ríkisstj. lýsi því yfir hver hennar stefna sé í þessu máli og láti þá endurskoða það sem endurskoðunar þarf við í samræmi við stefnuna eða í þá átt að gera ákvæði skýrari. Þetta er það sem ríkisstj. átti að gera strax í upphafi. Þetta er það sem ætlast er til af ríkisstj. Það að gera ekki þetta sagði hæstv. núv. fjmrh. á sínum tíma að væri hallærislegt. Að það væri hallærislegt af ríkisstj. að hafa ekki stefnu. Hallærislegt var það þá. Hallærislegt skal það verða áfram, skv. samkomulagi núv. ráðherra, þar á meðal þessa fjmrh. Og hallærislegt skal það vera áfram, skv. yfirlýsingu forsrh. nú.