14.04.1986
Neðri deild: 78. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3745 í B-deild Alþingistíðinda. (3420)

383. mál, siglingalög

Frsm. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Samgn. hefur haldið nokkra fundi um þetta mál og fengið allmarga menn til viðræðna sem hafa góða þekkingu á málinu, en þetta er eins og kunnugt er frv. til l. um breytingu á 230. gr. siglingalaga að því er snertir hina svokölluðu sjóslysanefnd.

Nefndarmenn gátu ekki náð samkomulagi. Meiri hl. nefndarinnar vill samþykkja frv. óbreytt, en aðrir áskilja sér rétt til að flytja eða fylgja brtt. er fram kunna að koma. Og hér gefur að líta eina slíka á þskj. 822. Legg til að frv. verði samþykkt óbreytt.