05.11.1985
Sameinað þing: 11. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 409 í B-deild Alþingistíðinda. (348)

68. mál, lán Byggðasjóðs til Flugfisks - Flateyri hf.

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það er ákaflega mikill misskilningur - og verður að vekja athygli á því - þegar sagt er að þingsköp komi í veg fyrir að mál séu rædd í þinginu. Þetta er ekki rétt. Hinar nýju reglur um fyrirspurnir eru settar til að tryggja svo sem verða má að fyrirspurnir og svör megi verða í því formi sem hentar fyrir þá umræðu. Bæði þetta mál og hvaða mál sem er, sem miklu varðar að komi til umræðu á Alþingi, eiga að koma til umræðu eftir öðrum ákvæðum þingskapa en ekki með því að teygja ákvæði þingskapa um fyrirspurnir til að rúma slíkar umræður, enda verður það ekki gert svo að vel fari.