15.04.1986
Sameinað þing: 74. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3813 í B-deild Alþingistíðinda. (3499)

374. mál, innheimta skyldusparnaðar

Fyrirspyrjandi (Karl Steinar Guðnason):

Herra forseti. Ég hef leyft mér að bera fram fsp. til félmrh. um innheimtu skyldusparnaðar.

Það er ljóst að skyldusparnaðarkerfið er mjög mikils virði fyrir launþega, sérstaklega er það ungt fólk sem er tengt því, en mál standa þannig að mínu mati að kerfið er nær ónýtt, innheimta í ólestri. Innheimta er erfið vegna þess að lögtaksheimild er ekki fyrir hendi. En fsp. mínar eru þannig:

„1 Hvernig er háttað innheimtu skyldusparnaðar ungs fólks til íbúðabygginga skv. VlI. kafla laga nr. 60 1984?

2. Hvernig er háttað framgangi 75. gr. laganna ef launagreiðandi vanrækir að taka skyldusparnað af starfsmanni skv. lögunum og vanrækir að skila því sem hann hefur tekið af launum starfsmanna sinna?

3. Hvernig miðar setningu reglugerðar um skyldusparnað?

4. Hvernig er réttur starfsmanna tryggður við gjaldþrot atvinnurekanda ef atvinnurekandi hefur tekið skyldusparnað af launum starfsmanna en hefur ekki gert skil til innheimtuaðila, sbr. lög um ríkisábyrgð á launum, nr. 23/1985, sem ná einungis til ógreiddra launa og skyldusparnaðar sex síðustu mánaða í starfi?"