15.04.1986
Sameinað þing: 74. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3825 í B-deild Alþingistíðinda. (3517)

390. mál, sparnaður í rekstri Tryggingarstofnunar ríkisins

Fjmrh. (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Svo sem fram kom í máli hv. fyrirspyrjanda var ráð fyrir því gert að spara 150 millj. kr. í starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins á þessu ári. Heilbr.- og trmrn. var gert að ná fram þessum sparnaði. Af hálfu ráðuneytisins hefur verið bent á að í kjölfar nýrra verðlagsforsendna sé nú þrengra svigrúm en áður til að ná þessum sparnaði fram með hækkun á þjónustugjöldum. Ráðuneytið vekur athygli á því að unnið hefur verið að endurskoðun á heildarskipulagi Tryggingastofnunarinnar og endurskoðun á löggjöf um almannatryggingar og jafnframt sé starfandi starfshópur á vegum ráðuneytisins er vinni að athugun á lyfjakostnaði til þess að ná fram lækkun útgjalda. Af þessu má ráða að niðurstaða er ekki fengin af hálfu heilbrrn. varðandi þennan sparnað.