16.04.1986
Efri deild: 77. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3960 í B-deild Alþingistíðinda. (3588)

400. mál, verslun ríkisins með áfengi

Frsm. (Eyjólfur Konráð Jónsson):

Hæstv. forseti. Mál þetta fjallar um það að fjmrh. skuli vera heimilt að veita öðrum aðilum en Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins leyfi til framleiðslu áfengra drykkja, enda sé slík framleiðsla ætluð til útflutnings eða til sölu í útsölum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Eru frekari skilyrði í frv.

Hv. fjh.- og viðskn. hefur rætt mál þetta og m.a. boðað á fund sinn fulltrúa áfengisvarnaráðs. Mælir nefndin með samþykkt frv. Stefán Benediktsson var viðstaddur fundi nefndarinnar og er samþykkur áliti þessu: Undir nál. skrifa að öðru leyti Eyjólfur Konráð Jónsson, Eiður Guðnason, Jón Kristjánsson, Sturla Böðvarsson og Egill Jónsson.