16.04.1986
Efri deild: 77. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3965 í B-deild Alþingistíðinda. (3595)

400. mál, verslun ríkisins með áfengi

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Áður en hv. 8. þm. Reykv. tekur til máls vill forseti gjarnan vekja athygli á hvernig hann væntir þess að fundarhöld geti haldið áfram til kl. 8 ef á þarf að halda. Þegar þetta mál er komið til 3. umr. verður settur nýr fundur og tekin fyrir mál sem hafa komist til 3. umr. í dag og haldið síðan áfram með selveiðarnar. Ég treysti því að hægt verði að koma því frv. til nefndar. Hér er annað mál sem hafði verið gert ráð fyrir að koma einnig áfram. Það er 3. dagskrármálið, talnagetraunir. En við verðum að sjá til hvernig gengur með það mál. Forseti vill gjarnan vekja athygli hv. þingdeildarmanna á þessu áður en lengra er haldið.