16.04.1986
Efri deild: 78. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3974 í B-deild Alþingistíðinda. (3629)

Afgreiðsla þingmála

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Það hafði verið gert munnlegt samkomulag, má segja, um að þessi fundur stæði ekki lengur en til kl. 8. Það er þess vegna útséð um að hægt sé að ljúka málum sem stefnt var að, eins og selveiðifrv., og koma því til nefndar. Er ekkert við því að gera. (EG: Eru margir á mælendaskrá þar? Ég fell frá orðinu. Ég var á mælendaskrá.) Það er einn hv. þm. í miðri ræðu. (EgJ: Ég var ekki kominn í miðjuna á þremur mínútum.) Það má gera því skóna að sú ræða sé ekki komin miðja leið og þar af leiðandi mun það taka of langan tíma að koma því máli til nefndar. Hins vegar er hér eitt mál á dagskrá, 15. dagskrármálið, sem er fasteigna- og skipasala, og var meiningin að reyna að koma því til Nd. Ef hv. þingdeildarmenn gera ekki athugasemd við það mun forseti freista þess að taka það mál fyrir.