16.04.1986
Efri deild: 78. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3975 í B-deild Alþingistíðinda. (3631)

320. mál, fasteigna- og skipasala

Frsm. (Jón Kristjánsson):

Virðulegi forseti. Það eru aðeins örfá orð um brtt. sem flutt er við frv. frá allshn. Eins og ég gat um áðan þegar ég mælti fyrir áliti allshn. höfum við fengið ábendingar um lagfæringar á 6. gr., þ.e. að við 2. mgr. bætist: „á sama stað og fasteignasalan er rekin.“ Þetta er til lagfæringar þannig að menn geti síður notað leppa fyrir sig í fasteignasölu. Frv. þrengir þann möguleika.

Og svo er brtt. við 14. gr. Upphaf 2. mgr. 14. gr. orðist svo: „Fyrir aðstoð við kaup eða sölu má þóknun frá kaupanda eða seljanda ekki fara fram úr 2% af kaupverði eignar“ o.s.frv.

Þetta orðalag er nákvæmara til þess að það sé tryggt að sú viðskiptavenja sem hefur verið í þessum efnum haldist. Allshn. leggur til að frv. verði samþykkt með þessum breytingum.