16.04.1986
Neðri deild: 81. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3978 í B-deild Alþingistíðinda. (3641)

202. mál, verðbréfamiðlun

Frsm. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 863. Það hljóðar þannig:

„Nefndin hefur athugað frv. og aflað umsagnar laganefndar Lögmannafélags Íslands. Leggur nefndin til að frv. verði samþykkt, en einstakir nefndarmenn áskilja sér rétt til að flytja eða fylgja brtt."

Undir þetta rita Páll Pétursson, Ólafur G. Einarsson, Guðmundur H. Garðarsson, Halldór Blöndal, Jón Baldvin Hannibalsson og Svavar Gestsson. Fjarstaddur afgreiðslu málsins var Kristófer Már Kristinsson.

Eins og ég sagði áskilja einstakir nefndarmenn sér rétt til að fylgja eða flytja brtt. og brtt. hefur komið hér fram frá hv. þm. Halldóri Blöndal, einum nefndarmanninum, þar sem lagt er til að réttindi fái einnig löggiltir endurskoðendur. Hann mun að sjálfsögðu gera grein fyrir brtt. sinni sjálfur, en ég fyrir mitt leyti get fallist á þessa brtt.