16.04.1986
Neðri deild: 83. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4009 í B-deild Alþingistíðinda. (3675)

417. mál, útvarpslög

Frsm. (Ólafur G. Einarsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti menntmn. um frv. til l. um breytingu á útvarpslögum.

Þetta er einfalt mál. Í nýjum útvarpslögum er ekki heimild til að ákveða í reglugerð að þeir sem hljóta uppbót á elli- og örorkulífeyri geti orðið undanþegnir afnotagjöldum útvarps. Til að bæta úr þessu var þetta frv. flutt og menntmn. leggur einróma til að frv. verði samþykkt.

Undir nál. rita auk mín Halldór Blöndal, Hjörleifur Guttormsson, Birgir Ísl. Gunnarsson, Ólafur Þ. Þórðarson og Jón Baldvin Hannibalsson, en fjarverandi afgreiðslu málsins var Kristín S. Kvaran.