17.04.1986
Neðri deild: 84. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4015 í B-deild Alþingistíðinda. (3697)

Um þingsköp

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Hér er fjórða dagskrármálið, um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum kennara, komið frá nefnd. Full samstaða er um afgreiðslu málsins og ég spyr, herra forseti, af hverju er ekki mælt fyrir þessu máli þannig að það geti gengið áfram til 3. umr.? Það er ekki komið til Ed.