17.04.1986
Sameinað þing: 77. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4018 í B-deild Alþingistíðinda. (3711)

Almennar stjórnmálaumræður

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Umræðan fer þannig fram að hver þingflokkur fær til umráða hálfa klukkustund. Umferðir verða tvær, 20 mínútur í þeirri fyrri og 10 mínútur í þeirri síðari. Kristín S. Kvaran 1. landsk. þm. fær 15 mínútna ræðutíma.

Röð flokkanna verður þessi í báðum umferðum: Alþfl., Sjálfstfl., BJ, Alþb., Framsfl., SK. Ræðumenn flokkanna verða: Fyrir Alþfl. Karl Steinar Guðnason 6. landsk. þm. og Eiður Guðnason 5. landsk. þm. í fyrri umferð og Kjartan Jóhannsson 3. þm. Reykn. í seinni umferð. Fyrir Sjálfstfl. Salome Þorkelsdóttir 4. þm. Reykn. og Birgir Ísl. Gunnarsson 4. þm. Reykv. í fyrri umferð og Þorsteinn Pálsson fjmrh. í seinni umferð. Fyrir BJ tala Kristófer Már Kristinsson 4. landsk. þm. og Kolbrún Jónsdóttir 8. landsk. þm. í fyrri umferð og Stefán Benediktsson 8. þm. Reykv. í seinni umferð. Fyrir Alþb. tala Svavar Gestsson 3. þm. Reykv. í fyrri umferð og Skúli Alexandersson 4. þm. Vesturl. í seinni umferð. Fyrir Framsfl. tala Steingrímur Hermannsson forsrh. í fyrri umferð og Halldór Ásgrímsson sjútvrh. í seinni umferð. Fyrir SK tala Guðrún Agnarsdóttir 3. landsk. þm. og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir 11. þm. Reykv. í fyrri umferð og Kristín Halldórsdóttir 7. landsk. þm. í síðari umferð. Kristín S. Kvaran 1. landsk. þm., utan þingflokka, talar síðust í fyrri umferð.