18.04.1986
Efri deild: 79. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4077 í B-deild Alþingistíðinda. (3740)

232. mál, talnagetraunir

Frsm. minni hl. (Eiður Guðnason):

Virðulegi forseti. Ég spurði hæstv. dómsmrh. um ýmis önnur atriði varðandi þetta mál sem hann kýs að svara ekki. Ég vek bara athygli á því hvernig umræðu um þetta mál lýkur í þessari hv. deild og kemur það væntanlega skýrt fram í þingtíðindum. Ég vek athygli á því að það sýnir kannske betur en allt annað með hverjum hætti þetta mál er rekið í gegnum þingið.