18.04.1986
Efri deild: 80. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4111 í B-deild Alþingistíðinda. (3788)

413. mál, þjóðarátak til byggingar þjóðarbókhlöðu

Eiður Guðnason:

Ég vil bara, herra forseti, að það komi skýrt fram að ég var ekki að spyrja hv. þm. Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur um hennar persónulegu eignir. Mér kemur það ekkert við. En hún fann hvöt hjá sér til að lýsa sinni eignastöðu úr þessum ræðustól. Ég álít að þingheimi komi það nákvæmlega ekkert við. Það er hennar mál.

Ég lét fylgja hér spurningu mína um hvar Kvennalistinn setti mörkin o ég hef svo sem litlu við það að bæta sem hún sagði. Í minni málvitund er „eignamaður“ nokkuð sama og maður sem á mjög miklar eignir. Það er alls ekkert miðað við það í þessu. Ég lít nú á þessa brtt. sem vott um hina ágætu kímnigáfu sem þær eru búnar Kvennalistakonur. Mér finnst það frekast bera því skemmtilegan vott fremur en hér sé um neina alvöru að tefla. Ég hugsa að við séum sammála um hvað orðið þjóð þýðir. Það má auðvitað um það deila hvort það sé rétt að kalla þetta þjóðarátak. Ég get alveg fallist á það. En ég sé hins vegar ekki ástæðu til að flytja till. til breytinga á því nafni. Ég get alveg fallist á að þetta er ekki endilega hárnákvæmlega réttnefni, en jafnfráleit finnst mér sú brtt. sem hv. þm. mælti hér fyrir áðan.