18.04.1986
Neðri deild: 86. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4115 í B-deild Alþingistíðinda. (3805)

236. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. (Gunnar G. Schram):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. allshn. um frv. til l. um veitingu ríkisborgararéttar. Nál. er á þskj. 898. Nefndin athugaði frv. eins og það kom frá Ed. og leggur til að það verði samþykkt með breytingum sem nefndin flytur á sérstöku þskj., nr. 899. Þar er um að ræða umsóknir um ríkisborgararétt sem bárust eftir meðferð málsins í Ed. og einnig nokkrar umsóknir sem þurftu nánari athugunar við. Hér er um að ræða alls fjóra einstaklinga sem bætast við á listann í frv. eins og það kom frá Ed. Allshn. Nd. leggur til að með þessum brtt. verði þeim veittur íslenskur ríkisborgararéttur með lögum frá Alþingi.