18.04.1986
Neðri deild: 86. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4143 í B-deild Alþingistíðinda. (3826)

285. mál, lögverndun á starfsheiti kennara og skólastjóra

Geir H. Haarde:

Herra forseti. Ég er andvígur þeirri meginhugsun sem liggur að baki þessum kafla í frv. og ég tel raunar að Alþingi hafi nú þegar gengið allt of langt í því að lögbinda rétt manna til starfsheita og starfa. Fyrir Alþingi liggur tillaga um að áhrif lögbundinna forréttinda til atvinnurekstrar og vinnu verði könnuð sérstaklega og ég hefði talið eðlilegt að Alþingi héldi að sér höndum um fleiri slíkar lögbindingar þar til niðurstöður þeirrar könnunar lægju fyrir.

En með tilliti til aðdraganda þessa máls tel ég ekki rétt að standa gegn málinu. Ég greiði ekki atkvæði, herra forseti.