19.04.1986
Neðri deild: 89. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4232 í B-deild Alþingistíðinda. (3922)

400. mál, verslun ríkisins með áfengi

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Ég er að vísu ekki mjög fróður um atvinnuhætti þessarar þjóðar en þó þykir mér einsýnt að hér sé um iðnaðarframleiðslu að ræða og nota til þess útilokunaraðferðina að þetta muni ekki vera sjávarútvegur og þetta sé ekki hugsað sem landbúnaður, sem það gæti þó verið, þ.e. ef sykurrækt yrði upp tekin í landinu eða rabarbari notaður. En með vísan til þess að úrvinnsla landbúnaðarafurða telst til iðnaðar virðist einsýnt að hér sé um iðnaðarframleiðslu að ræða. Þar sem ég er ekki viss um að það breyti mjög þeim mönnum sem munu fjalla um málið hvort það fer til hv. viðskn. eða iðnn. þykir mér einsýnt að það geti ekki verið ástæðan. En ég legg eindregið til að málinu verði vísað til iðnn. þingsins.

Frv. vísað til fjh.- og viðskn. með 19:4 atkv.