19.04.1986
Neðri deild: 89. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4240 í B-deild Alþingistíðinda. (3930)

396. mál, framleiðsla og sala á búvörum

Landbrh. (Jón Helgason):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til l. um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, eins og það liggur fyrir eftir afgreiðslu Ed. á málinu. Í frv. felst heimild til að leggja verðjöfnunargjald á innfluttar kartöflur. Þar sem það getur verið erfitt ef á sama tíma er verið með innlendar kartöflur og erlendar á miklu lægra verði þarf að hafa þarna heimild til verðjöfnunar. Ég legg til að að lokinni þessari umræðu verði frv. vísað til 2. umr. og hv. landbn.