19.04.1986
Neðri deild: 90. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4242 í B-deild Alþingistíðinda. (3940)

265. mál, verslun ríkisins með áfengi

Frsm. minni hl. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Ég er þeirrar skoðunar að það sé mesti óþarfi að vera að þvælast með þetta mál á síðustu dögum þingsins og eðlilegra að skoða þessi mál í heild og í tengslum við önnur mál sem snerta verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf og því legg ég til að þessu máli verði vísað til ríkisstj.