21.04.1986
Efri deild: 84. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4258 í B-deild Alþingistíðinda. (3973)

387. mál, þjónustu- og endurhæfingastöð sjónskertra

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Hæstv. forseti. Heilbr.og trn. hefur fjallað um þetta mál, þ.e. frv. til laga um breytingu á lögum nr. 18/1984, um þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra. Það var algjör eining í nefndinni um afgreiðslu málsins og undir nál. rita auk þess sem hér stendur Björn Dagbjartsson, Helgi Seljan, Karl Steinar Guðnason, Salome Þorkelsdóttir og Kolbrún Jónsdóttir. Á frv. hefur engin breyting orðið við meðferðina hér í þinginu.